Hrafn Sveinbjarnarson GK, frystitogari í eigu Þorbjarnar hf. í Grindavík er kominn heim eftir umfangsmiklar endurbætur í Póllandi.
Skipið var lengt um 15,4 metra, allt rifið innan úr gamla vinnsludekkinu, lestin stækkuð, komið fyrir nýrri setustofu, og nýjum klefum og fjölmargt fleira gert.
Hér heima verður svo komið fyrir nýjum búnaði á vinnsluþilfarinu.
Skipið hét upprunalega Snæfell. Vegna úreldingarreglna var það smíðað 8 metrum styttra en það var teiknað í upphafi.
Sjá nánar umsögn og myndir á vefnum aflafrettir.is