Nú þegar loðnuvertíðin er að fjara út eru útgerðir uppsjávarveiðiskipanna farnar að huga að kolmunnaveiðum. Áformað var að Ingunn AK héldi til veiða í gærkvöldi og Lundey NS og Faxi RE fylgi svo í kjölfarið á næstu dögum, segir á vef HB Granda.
Kolmunnaveiðar fara nú fram um 250 sjómílur vestur af Írlandi og hafa aflabrögð verið ágæt síðustu vikur.