Kolmunnakvóti Íslendinga fyrir árið 2015 hefur verið ákveðinn 202.958 tonn samkvæmt nýútgefinni reglugerð atvinnuvegaráðuneytisins. Þar af fara 10.757 tonn í „pottana“ þannig að 192.201 tonn koma til skipta til aflamarksskipa.
Til samanburðar má nefna að 185.000 tonnum var skipt milli aflamarksskipanna á árinu 2014.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum náðist ekki samkomulag um stjórn kolmunnaveiða og veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2015 á fundi viðkomandi strandríkja í London nýlega en nýr fundur hefur verið boðaður 19. janúar n.k.