Heildarkvóti Íslands í kolmunna á árinu 2013 er 104.339 tonn samkvæmt nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar af dragast um 2.900 tonn sem ráðstafað er til að standa undir ýmsum pottum og sérúthlutunum Rúmi 101 þúsund tonni hefur verið úthlutað til skipa samkvæmt aflahlutdeild.

Á síðasta árið var heildarkvóti íslenskra skipa 62.600 tonn.

Á vef Fiskistofu má finna úthlutun á skip í kolmunna og öðrum deilistofnum svo sem í úthafskarfa, rækju á Flæmingjagrunni og norsk-íslenskri síld.

http://www.fiskistofa.is/ymsaruppl/tilkynningar/nr/826