Það sem af er ári hafa íslensk skip veidd 55.487 tonn af kolmunna. Á sama tíma í fyrra var aflinn 71.788 tonn, að því er fram kemur í samantekt á vef Fiskistofu.
Mestur afli á yfirstandandi vertíð er veiddur í lögsögu Færeyja eða 44.736 tonn og í íslenskri lögsögu 9.452 tonn. Aflahæsta skipið í kolmunna á fjórum fyrstu mánuðum ársins er Jón Kjartansson SU-111 með 11.011 tonn. Næst kemur Hoffell II SU-802 með 6.719 tonn.
Þegar horft er til aflabragða í kolmunna á ofangreindu tímabili síðastliðin ár þá var mestur afli á árunum 2006 til 2009 þegar afli íslensku skipanna fór vel yfir 100 þúsund tonn en mikill niðurskurður var í aflaheimildum árið 2011 og voru þá íslensk skip búin að landa aðeins 1.274 tonnum á áðurnefndu tímabili. Aflinn á þessu ári er því í meðallagi.