Veiðinni var misskipt í netarallinu fyrir norðan. Alls veiddust um 50 tonn og þar af fengust um 42 tonn á tveimur svæðum, í Húnaflóa og Þistilfirði. Fimm svæði skiluðu aðeins um 8 tonnum alls, að því er Sigurður Ragnar Kristinsson, skipstjóri á Geir ÞH, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Norðursvæðið sem Geir ÞH kannaði náði frá Þistilfirði í austri að Steingrímsfirði í vestri. Rallið þar hófst 8. apríl en lauk 23. apríl. „Veiðin var heldur minni en í netarallinu undanfarin ár. Þetta var endasleppt hjá okkur sem helgaðist meðal annars af því að við vorum aðeins seinna á ferðinni og veðrið setti strik í reikninginn,“ sagði Sigurður.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.