Frystitogarinn Kleifaberg RE veiddi mestan botnfisk allra skipa á landinu á nýliðnu ári eða 11.010 tonn miðað við fisk upp úr sjó. Næst á eftir komu Höfrungur III EA með 7.873 tonn og Þerney RE með 7.358 tonn.

Brimnes RE var hins vegar með mestan afla frystitogara ef makríll er meðtalinn en það fiskaði 11.755 tonn, þar af var makríll 6.223 tonn.

Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is þar sem nánari upplýsingar er að finna.