Frystitogarinn Kleifarberg ÓF sem er í eigu Brims hf. landaði í gær afla úr Barentshafi að verðmæti um þrjú hundruð miljónir króna. Afli skipsins nam um eitt þúsund tonnum miðað við fisk upp úr sjó.
Sæmundur Árnason skipstjóri sagði í samtali við ríkisútvarpið að sérstaklega góð veiði væri í Barentshafi um þessar mundir. Með ólíkindum mikið af fiski væri á svæðinu.