Í gærkvöldi var hjá ríkissáttasemjara undirritaður kjarasamningur fyrir sjómenn á smábátum. Að samningnum standa Landssamband smábátaeigenda og sjómannasamtökin.
Í frétt á vef LS segir að samtökin muni kynna samninginn á aðalfundum svæðisfélaganna í september og október þar sem félagsmenn muni greiða um hann atkvæði. Talning og niðurstaða verður kynnt 5. október nk.
Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi til 1. janúar 2014.