ff

Tvö kínversk verksmiðjuskip, Kai Yu og Kai Li, munu stunda tilraunaveiðar á makríl í grænlensku lögsögunni í sumar. Reiknað er með því að hvort skip megi veiða 10 þúsund tonn af makríl, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Grænlensk stjórnvöld gáfu út á þessu ári byrjunarkvóta í makríl. Dótturfélag Royal Greenland, Ice Trawl Greenland, samdi við Brimnes RE og Guðmund í Nesi RE um að veiða makríl fyrir sig í grænlensku lögsögunni. Ekki varð framhald á veiðum íslensku skipanna þar sem þeim er ekki heimilt að landa makrílnum hér á landi.

Royal Greenland hefur samið við eigendur kínversku skipanna um veiðarnar. Kay Yu er þegar komið í grænlensku lögsöguna en Kai Li er á leiðinni á miðin. Skipin eru svipuð að stærð, um 7.800 brúttótonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.