Grásleppa, sem lengst af hefur verið hent, gæti skapað um 180 milljónir króna eða meira í aflaverðmæti í meðalári. Frystri grásleppu með hveljunni hefur verið líkt við sæbjúgu. í Kína en Triton ehf. hefur unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á grásleppu í Kína.
Þetta kom meðal annars fram í erindi Orms Arnarsonar, framkvæmdastjóra Triton, sem hann flutti á aðalfundi Landssambands smábáteigenda nýverið. Í ár flutti Triton út rúm 800 tonn af grásleppu til Kína en í meðalári gætu fallið til um 2.700 til 3.000 tonn af grásleppu. Á næsta ári verður bátum skylt að koma með alla grásleppu í land.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.