Grænlenski frystitogarinn Júní (ex. Venus HF) var við Vestur-Grænlandi í sumar og keypti þorsk af jullum sem unninn var um borð, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Þetta var fyrsta verkefni skipsins í Grænlandi. Júní lá inni í firði sunnan við Sisiniut og var þorskurinn flakaður og frystur. Litlar opnar jullur með utanborðsmótor veiddu þorskinn í gildrur (Bundgarn). Sex til sjö jullur stunduðu þessar veiðar og einn eða tveir tíu til tólf tonna bátar fylgdu þeim. Veiðin var frá sex tonnum og upp í 40 til 50 tonn á dag en mikið í kringum 20 tonnin. Þegar þessu verkefni lauk fór Júní á makrílveiðar við Austur-Grænland.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.