„Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með bát í fjöruhreinsunum,“ segir Þórarinn Ívarsson, stofnandi  Veraldarvina, um bátinn Hrafn Jökulsson sem áður hét Flatey og var dráttarbátur hjá þörungaverksmiðjunni á Reykhólum.

„Við keyptum þennan bát og erum búin að láta mála hann og græja. Hann breytir mjög miklu vegna þess að það er miklu auðveldara að taka ruslið út á sjó í stað þess að fara landleiðina.“

Nægir sjálfboðaliðar

Báturinn verður formlega sjósettur á Siglufirði í dag, laugardaginn 13. júlí. „Hann verður á Siglufirði í sumar og fer á fjörurnar þar í kring,“ segir Þórarinn um verkefnin fram undan.

„Það verður skipstjóri sem sér um bátinn og síðan eru sjálfboðaliðar um borð sem tína ruslið,“ heldur Þórarinn áfram. Ekki verði vandamál að fá skipverja.

„Við erum á hverju einasta ári að taka á móti tólf til fimmtán hundrað manns,“ segir Þórarinn.

Gæslan nær í ruslið

Auk þess sem Veraldarvinir fá nú öflugan bát efna samtökin til samstarfs við Landhelgisgæsluna.

„Það eru margar fjörur sem liggja ekki að vegi þannig að við einbeitum okkur að því að taka þær með bátnum. Svo setjum við ruslið í stóra poka úr netum og hengjum þá á baujur. Landhelgisgæslan kemur svo og hirðir þá upp. Nýjasta skipið þeirra , Freyja, er náttúrlega með heimahöfn á Siglufirði þannig að þetta passar vel,“ segir Þórarinn.

Þótt hreinsunarstarfið sé orðið öflugra eru viðfangsefnin næg.

Sjötíu prósent frá útgerðinni.

„Þetta er endalaust verkefni. Við sjáum náttúrlega árangurinn af þessu en við erum líka að hreinsa sömu fjörurnar ár eftir ár. Það er mjög mikið af plasti sem skolar hér á land,“ segir Þórarinn. Á bilinu sjötíu til áttatíu prósent af ruslinu sé frá útgerðinni.

„Þeir hafa tekið sig á en það er mikið af mjög gömlu rusli. Við sjáum á netakúlum að margt er orðið fjörutíu til fimmtíu ára gamalt.“

Nýi báturinn er vitanlega nefndur í höfuðið á Hrafni Jökulssyni heitnum. „Hann vann mikið með okkur síðustu árin og okkur fannst alveg tilvalið að láta bátinn heita Hrafn Jökulsson. Ég held að hann hefði orðið mjög ánægður með það,“ segir Þórarinn.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með bát í fjöruhreinsunum,“ segir Þórarinn Ívarsson, stofnandi  Veraldarvina, um bátinn Hrafn Jökulsson sem áður hét Flatey og var dráttarbátur hjá þörungaverksmiðjunni á Reykhólum.

„Við keyptum þennan bát og erum búin að láta mála hann og græja. Hann breytir mjög miklu vegna þess að það er miklu auðveldara að taka ruslið út á sjó í stað þess að fara landleiðina.“

Nægir sjálfboðaliðar

Báturinn verður formlega sjósettur á Siglufirði í dag, laugardaginn 13. júlí. „Hann verður á Siglufirði í sumar og fer á fjörurnar þar í kring,“ segir Þórarinn um verkefnin fram undan.

„Það verður skipstjóri sem sér um bátinn og síðan eru sjálfboðaliðar um borð sem tína ruslið,“ heldur Þórarinn áfram. Ekki verði vandamál að fá skipverja.

„Við erum á hverju einasta ári að taka á móti tólf til fimmtán hundrað manns,“ segir Þórarinn.

Gæslan nær í ruslið

Auk þess sem Veraldarvinir fá nú öflugan bát efna samtökin til samstarfs við Landhelgisgæsluna.

„Það eru margar fjörur sem liggja ekki að vegi þannig að við einbeitum okkur að því að taka þær með bátnum. Svo setjum við ruslið í stóra poka úr netum og hengjum þá á baujur. Landhelgisgæslan kemur svo og hirðir þá upp. Nýjasta skipið þeirra , Freyja, er náttúrlega með heimahöfn á Siglufirði þannig að þetta passar vel,“ segir Þórarinn.

Þótt hreinsunarstarfið sé orðið öflugra eru viðfangsefnin næg.

Sjötíu prósent frá útgerðinni.

„Þetta er endalaust verkefni. Við sjáum náttúrlega árangurinn af þessu en við erum líka að hreinsa sömu fjörurnar ár eftir ár. Það er mjög mikið af plasti sem skolar hér á land,“ segir Þórarinn. Á bilinu sjötíu til áttatíu prósent af ruslinu sé frá útgerðinni.

„Þeir hafa tekið sig á en það er mikið af mjög gömlu rusli. Við sjáum á netakúlum að margt er orðið fjörutíu til fimmtíu ára gamalt.“

Nýi báturinn er vitanlega nefndur í höfuðið á Hrafni Jökulssyni heitnum. „Hann vann mikið með okkur síðustu árin og okkur fannst alveg tilvalið að láta bátinn heita Hrafn Jökulsson. Ég held að hann hefði orðið mjög ánægður með það,“ segir Þórarinn.