„Ástandið er óvenjulegt. Fyrir tíu árum var lítil sem engin gullkarfaveiði á Halanum en nú fá menn fullfermi á stuttum tíma. Ekki er óalgengt að tekin séu 50 tonn á sólarhring og jafnvel 70 tonn,“ sagði Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, í samtali við Fiskifréttir er rætt var við hann um aflabrögðin.

Eiríkur gat þess að margt væri óljóst varðandi stofnstærð og göngur gullkarfa. „Skilyrði fyrir karfann hafa áreiðanlega breyst með hlýnun sjávar. Ég velti því fyrir mér hvort karfinn komi ekki núna yfir Grænlandssundið hingað á Vestfjarðamið. Gullkarfi veiðist á Grænlandsgrunni, á Dohrnbankahorninu og grunnunum þar. Skip frá ESB hafa verið þar að veiðum og fengið óhemjuafla,“ sagði Eiríkur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

Sjá einnig umfjöllun um góðan afla Helgu Maríu AK á vefnum aflafrettir.is