Alþjóðlega ráðstefna Björgun verður sett í Hörpu klukkan 11 í dag. Þar mun Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, flytja fyrirlestur og fjalla um seiglu þjóðar á tímum hamfara

Þetta kemur fram í tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Við setningarathöfnina verði nýjasta björgunarskip félagsins, Björg, sem verður á Rifi, afhent félaginu formlega. Þá verði einnig tilkynnt um áframhald endurnýjunar björgunarskipaflota félagsins.

„Ávörp flytja Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.

Fjöldi fyrirlestra

© Gígja Einarsdóttir (Gígja Einars)

Að loknum opnunarfyrirlestri Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem fjallar um seiglu þjóðar á tímum hamfara, verður fjölmiðlum boðið í siglingu með nýja björgunarskipinu.

Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra er í boði um helgina og nánari upplýsingar um þá má finna hér: https://www.rescue.is/is/radstefnan/dagskra-2024

Þar á meðal eru fyrirlestrar frá Víði Reynissyni, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, Benoit Vivier sem fjallar um áskoranir í neyðarsímsvörun Evrópu, Dagbjartur Kr. Brynjarsson sem fjallar um öryggismiðaða nálgun í ferðaþjónustu, málefni sem brennur á mörgum um þessar mundir,“ segir í tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.