Alþjóðlega ráðstefna Björgun verður sett í Hörpu klukkan 11 í dag. Þar mun Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, flytja fyrirlestur og fjalla um seiglu þjóðar á tímum hamfara
Þetta kemur fram í tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Við setningarathöfnina verði nýjasta björgunarskip félagsins, Björg, sem verður á Rifi, afhent félaginu formlega. Þá verði einnig tilkynnt um áframhald endurnýjunar björgunarskipaflota félagsins.
„Ávörp flytja Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Fjöldi fyrirlestra
Að loknum opnunarfyrirlestri Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem fjallar um seiglu þjóðar á tímum hamfara, verður fjölmiðlum boðið í siglingu með nýja björgunarskipinu.
Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra er í boði um helgina og nánari upplýsingar um þá má finna hér: https://www.rescue.is/is/radstefnan/dagskra-2024
Þar á meðal eru fyrirlestrar frá Víði Reynissyni, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, Benoit Vivier sem fjallar um áskoranir í neyðarsímsvörun Evrópu, Dagbjartur Kr. Brynjarsson sem fjallar um öryggismiðaða nálgun í ferðaþjónustu, málefni sem brennur á mörgum um þessar mundir,“ segir í tilkynningu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.