Kári Tómasson hefur tekið við stöðu þjónustustjóra Vélfags. Kári mun hefja störf 1. desember n.k. en hann hefur starfað sem Global Field Service Manager hjá Marel síðastliðin 2 ár.

Kári hefur mikla reynslu af nýsmíði, þjónustu og uppsetningum í sjávarútveginum en hann starfaði sem tæknimaður hjá Skaginn3X í 9 ár og hefur verið síðan 2017 í þjónustu Marel sem þjónustusérfæðingur og stjórnandi.

,,Vélfag er virkilega spennandi fyrirtæki sem ég hef verið að fylgjast náið með seinustu ár. Það eru mikil vaxtatækifæri til staðar til að byggja upp og vaxa í þjónustu, í nánu samstarfi með okkar viðskiptavinum þar sem Vélfag býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum bransa. UNO vélin er ein flottasta vöruþróun sem hefur komið í fiskiðnaðinum í langan tíma og þjónustan mun spila stórt hlutverk í velgengni hennar,” segir Kári.