Það er ekki bara ýsan sem teygt hefur sig norður fyrir land vegna hlýnunar sjávar. Það sama er að segja um karfann.
,,Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að karfi fiskaðist úti fyrir Norðurlandi í einhverjum mæli. Fyrir fjórum árum fór að verða vart við aukinn karfa norðan við land en áður var þar nánast engan karfa að hafa, eingöngu smotterí með öðrum afla. Nú hefur verið mjög góð karfaveiði fyrir norðan land, svo sem við Grímsey og á Mánáreyjahryggnum,“ segir Björn Jónasson skipstjóri á frystitogaranum Málmey SK.
Sjá nánar viðtal við Björn í Fiskifréttum.