Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka heildarkarfakvótann á yfirstandandi fiskveiðiári úr 40.000 tonnum í 50.000 tonn.

Gullkarfakvótinn sem var 30.000 tonn verður aukinn í 37.500 tonn og djúpkarfakvótinn verður aukinn úr 10.000 tonnum í 12.500 tonn.

Ástæðan fyrir kvótaaukningunni er sögð aukin útbreiðsla karfa og ábendingar skipstjóra um að karfi sé nú mun algengari meðafli en áður.

Hafrannsóknastofnun varar til viðvarandi aflaaukningu en telur að tímabundin aukning um 5-10 þúsund tonn hafi takmörkuð áhrif á stofnstærð.

Þetta kom fram í hádegisfréttum ríkisútvarpsins.