Karfinn hefur verið í mikilli sókn síðustu þrjú árin að mati togaraskipstjóra. Guðmundur Freyr Guðmundsson skipstjóri Oddeyrinni EA segist aldrei hafa séð svona mikinn karfa á miðunum og telur fráleitt að kvótinn skuli hafa verið minnkaður í stað þess að auka hann.
Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun útilokar ekki að aukin gullkarfagengd við Ísland geti annars vegar stafað af göngu karfa frá Grænlandi til Íslands og hins vegar af því að stofnunin hafi vanmetið stærð yngri karfaárganga af ákveðnum ástæðum. Hann telur þó ekki ráðlegt að auka kvótann.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.