Þeir útgerðarstjórar sem Fiskifréttir hafa náð tali af frá því Hafrannsóknastofnun gaf í hádeginu í dag út ráðgjöf um veiðar á 8.589 tonnum af loðnu vilja ekkert láta hafa eftir sér undir nafni á þessu stigi um málið.

Af fyrstu viðbrögðum útgerðarstjóranna má þó dæma að þetta magn gefi naumast tilefni til að hefja vertíð enda sé varla um að ræða nema „eins og hálfan túr á skip“ eins og einn orðar það. Annar bendir á að þessa ráðlagða veiði sé minna magn en Íslendingar skuldi ESB-ríkjunum.