Ríkisstjórn Kanada hefur ákveðið að setja 325 milljónir Kanadadollara (um 27 milljarða ISK) í að efla fiskveiðar og fiskvinnslu við Atlantshafið.

Peningarnir koma úr sjóði (Alantic Fisheries Fund) sem nýlega var stofnaður í þeim tilgangi að efla strandhéruð Kanada við Atlantshafið. Markmiðið er að styðja við sjálfbærar fiskveiðar og hleypa nýju lífið í hundruð strandbæja og byggðir frumbyggja.

Á árinu 2015 var landað sjávarfangi að verðmæti 2,8 milljarðar Kanadadollara (238 milljörðum ISK) við Atlantshafsströnd Kanada og í sjávarútvegi þar starfa 58 þúsund manns.