Samkvæmt frétt á bb.is eru íslensk skip og bátar búnir landa rétt um 10 þúsund tonnum af rækju á yfirstandandi fiskveiðiári.
„Hér er þá átt við alla rækju sem íslensk skip og bátar hafa veitt, hvort heldur það er úthafsrækja, innfjarðarækja eða rækja veidd utan landhelgi. Af þessum afla hafa tæp 3.300 tonn komið til vinnslu hér hjá Kampa eða um 33% af heildaraflanum. Af þessum 10 þúsund tonnum eru rúm 7.700 tonn úthafsrækja og af því hafa 25% eða um 1.900 tonn komið til vinnslu hjá Kampa,“ sagði Brynjar Ingason hjá rækjuverksmiðjunni Kampa ehf. á Ísafirði í erindi á Ísafjarðarhöfn í gær.
„Þessi 3.300 tonn sem til vinnslu hafa komið hjá Kampa voru veidd af 18 skipum og bátum. Átta þeirra voru á innfjarðarækju hér í Djúpinu, fjögur voru á innfjarðarækju í Arnarfirði og sex voru á úthafsveiðum. Til viðbótar fóru tveir bátar sem voru á Djúprækju líka á úthafsveiði,“ segir Brynjar, en eins og kunnugt er hefur rækjuveiðum verið hætt á þessu fiskveiðitímabil.