Öllum 32 starfsmönnum í rækjuvinnslu Kampa á Ísafirði var sagt upp störfum frá og með deginum í dag með þriggja mánaða lögbundnum uppsagnarfresti.

Í frétt á vef fyrirtækisins segir að endurskipuleggja þurfi reksturinn „vegna árstíðabundnar óvissu í hráefnismálum í rækju hjá Kampa ehf næstu mánuði sem og  vegna væntanlegs frumvarps sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á úthafsrækju sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum.“

Fram kemur að miðað við hugmyndir sem ráðherrann hafi sett fram sé gert ráð fyrir því að viðskiptabátar Kampa ehf muni einungis fá 8% af úthlutaðri aflahlutdeild í stað þeirrar 28% hlutdeildar sem þeir hafa veitt undanfarin þrjú ár.