Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember 2016. Forráðamenn ráðstefnunnar lýsa sem fyrr eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum sem valið verður út til verðlauna. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun.
Frestur til að skila inn tillögum er til 25. október og er verðlaunaféð hálf milljón króna.
Sjá nánar á vef Sjávarútvegsráðstefnunnar.