Björn Björnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsáðstefnunnar 2012.

Björn Björnsson með verðlaunagripinn
Björn Björnsson með verðlaunagripinn
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hugmyndin byggir á lágtíðnihljóðmerki til að fiskveiða – hljóði til að safna fiski saman.

Atli Már Jósafatsson fékk viðurkenningu fyrir hugmynd um stýranlega toghlera fyrir togveiðar og rannsóknir á olíusetlögum og Kristinn Pétursson fyrir hugmynd um umhverfisvænan orkugjafa.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Sjávarútvegsráðstefnunnar .

Í dag var búið að skrá 405 þátttakendur á Sjávarútvegsráðstefnuna.