Fiskistofa hefur auglýst skipti á aflamarki þar sem í boði eru meðal annars 464 tonn af ýsu og 455 tonn af steinbít, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.
Í öðrum tegundum er um mun minna magn að ræða. Tilgreindar tegundir eru í boði í skiptum fyrir aflamark í þorski, ýsu, ufsa og/eða steinbít.
Væntanlega er mörgum kærkomið að fá tækifæri til að bjóða í ýsukvótann þar sem lítið sem ekkert framboð er á leigukvóta í ýsu.
Frestur til að skila tilboðum er til kl 16:00 fimmtudaginn 16. febrúar 2012.
Sjá nánar á www.fiskistofa.is