Freyr Friðriksson, eigandi Kapp ehf., segir fréttamanni Fiskifrétta frá helstu áherslum fyrirtækisins á Sjávarútvegssýningunni í ár. Kælikeðjan úr þeim vélum sem fyrirtækið hannar rofnar aldrei, frá því að fiskurinn kemur um borð í skipið þar til að hann fer í vinnslu.

Kapp er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017. Sýningin er haldin dagana 13. til 15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi,.