Ísfélag Vestmannaeyja hefur sent uppsjávarskipið Júpíter ÞH til veiða við Máritaníu í Vestur-Afríku. Jupiter Shipping ehf. er skráður útgerðaraðili skipsins. Skipið lagði af stað suður eftir nú í byrjun vikunnar.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, sagði í samtali við Fiskifréttir að þeir væru í samstarfi við Marokkómenn sem hefðu með höndum veiðileyfi. Skipið mun veiða helstu tegundir á þessum slóðum, svo sem hestamakríl, makríl, sardínu og sardínellu. Aflinn verður unninn í landi.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.