Heildarafli í júní 2022 var 35.237 tonn sem er 14 þúsund tonnum minni afli en í júní á síðasta ári. Botnfiskafli var 31 þúsund tonn sem er 10% minna en í júní í fyrra. Af botnfisktegundum var þorskaflinn tæp 16 þúsund tonn.
Þetta kemur fram í fréttum Hagstofu Íslands.
Þar segir jafnframt að útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2021 var rúmlega 296 milljarðar króna sem er 7,4% meira en á árinu 2020. Þar af voru verðmæti frystra afurða 142 milljarðar króna og ísaðra afurða um 87 milljarðar.
Afurðir fluttar til Bretlands skiluðu mestum verðmætum eða tæpum 45 milljörðum og afurðir til Frakklands næstmestum eða um 42 milljörðum.