Fiskafli íslenskra skipa í júlí 2016 var tæplega 72 þúsund tonn, sem er 25% minni afli en í júlí 2015. Samdrátt í aflamagni má að mestu rekja til minni uppsjávarafla, en 40 þúsund tonn veiddust af uppsjávartegundum til samanburðar við tæp 65 þúsund tonn í júlí 2015. Botnfiskafli jókst um rúm þúsund tonn miðað við júlí í fyrra og var nú 28 þúsund tonn.

Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 290 þúsund tonn á milli ára, sem er 22% aflasamdráttur. Afli í júlí metinn á föstu verðlagi var 19,2 % minni en í júlí 2015.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.