Samningur um sölu togarans Jóns Vídalín til Íran hefur verið undirritaður. Stefnt er að því að skipið verði afhent nú í aprílmánuði.
Jón Vídalín var smíðaður í Japan 1972 og er því einn af hinum svokölluðu Japanstogurum sem smíðaðir voru fyrir íslendinga. Vinnslustöðin keypti skipið árið 1997 af Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga en þá hét skipið Hoffell SU. Rekstur skipsins hefur verið afar farsæll í höndum Vinnslustöðvarinnar og margir góðir sjómenn róið skipinu. Vinnslustöðin sendir þeim bestu kveðjur og þakkar vel unnin störf, segir í frétt á vef VSV.
Jón Vídalín heitir eftir Jóni Vídalín, biskup í Skálholti frá 1698 – 1720. Um hann segir að hann hafi verið ,,lærdómsmaður, mikill prédikari og helsta latínuskáld sinnar tíðar“. ,,Ungur sinnti hann bóknámi jafnhliða ýmsum störfum, til dæmis reri hann tvær vertíðir frá Vestmannaeyjum“