Norska rannsóknastofnunin Nofima hefur uppfært „appið“ sem notað er til að meta ferskleika fisks. Nú er hægt að nota appið til að meta 13 fisktegundir og ein fiskafurð hefur bæst við sem er svonefnd matjessíld (jómfrúarsíld), þ.e. síld sem veidd er áður en hún nær kynþroska og sérverkuð fyrir markaðinn í Hollandi. Hollendingar vilja helst borða síldina þegar fituprósenta hennar er í hámarki eða um 16%.

Appið er einkum hugsað fyrir fiskkaupmenn en neytendur geta einnig notað það til að kanna ferskleika þess fisks sem þeir ætla að kaupa. Appið frá Nofima er sagt vera notendavænt. Með einföldum hætti er hægt að finna út hvort fiskurinn sé nógu ferskur og hve lengi hann hefur legið á ís.

Hægt er að fá appið á nokkrum tungumálum. Frá því appið var kynnt í maí 2011 hefur það verið notað í 50 löndum. Appið er ókeypis og má nota í iPhone, iPad og iPod. Sjá nánar í http://www.nofima.no/nyhet/2012/12/matjessild-i-iphone-app