Jólablað Fiskifrétta 2013 er komið út og kennir þar ýmissa grasa að venju. Meðal efnis:
- Á veiðum á suðurhveli jarðar – viðtal við Hallstein Stefánsson skipstjóra.
- Síðasti Móhíkaninn – Illugi Óskarsson var vélstjóri á síðasta belgíska togaranum á Íslandsmiðum.
- Sjórinn rauk yfir skipið og breyttist í klakabrynju – Albert Stefánsson var á Marz RE í Nýfundnalandsveðrinu.
- Fékk eldskírn sína í Bosníu og London – rætt við Viðar Magnússon yfirþyrlulækni hjá Landhelgisgæslunni.
- „Smokkdráttur þótti hvorki létt verk né þrifalegt“ – sagt frá smokkfiskveiðum við Ísland á árum áður.
- Feigðarflan kostaði 27 manns lífið – kafli úr bókinni Háski í hafi eftir Illuga Jökulsson
- Fiskidrottningin frá Siglufirði – Brynja Hauksdóttir er útibússtjóri stærsta kaupenda ferskfisks á Íslandi.
- Lýsið er gulls ígildi – Gríðarleg sóknarfæri felast í aukinni lýsisframleiðslu til manneldis.
- Samspil tegunda og umhverfið skipta öllu máli – Sólmundur T. Einarsson fiskifræðingur fer yfir starfsferil sinn.
- Og margt fleira.