Jólablað Fiskifrétta kom út í dag. Í blaðinu er að finna fjölbreytt efni um sjávarútvegstengd mál á alls 72 síðum. Meðal efnis er viðtal við Geir Zoëga skipstjóra á Polar Amaroq, litið er í nokkrar jólabækur sem tengjast sjávarútvegsmálum, rætt er við Gunnar Davíðsson, deildarstjóra í auðlindadeild Tromsö-fylkis meðal annars um sjókvíaeldi. Þá er í blaðinu ítarleg frásögn af siglingu sjö fífldjarfra Íslendinga frá hermuninni Danmörku vorið 1945 á gömlum og hriplekum mótorbáti.
Jólablað Fiskifrétta fæst á öllum betri blaðsölustöðum landsins.