Síldardiplómasía fjallar hinar mörgu hliðar síldarinnar, allt frá þætti hennar í menningu þjóða yfir í dýrindis síldarrétti, með viðkomu á ótal stöðum, segir í kynningu á þessari fróðlegu bók sem kemur út fyrir jólin. Höfundar Síldardiplómasíu eru Svíarnir Ted Karlberg og Håkan Juholt. Ted er sannkallaður meistarakokkur þegar kemur að síldarréttum og hefur hróður hans fyrir fjölbreytta og framandi framleiðslu á silfri hafsins borist víða. Håkan er diplómati og fyrrum sendiherra Svíþjóðar á Íslandi og hefur þar og annars staðar hampað síldinni hvenær sem tækifæri gefst til.

Í bókinni eru kaflar um þrjú íslensk fyrirtæki sem eru stórtæk í veiðum og vinnslu á síld, þ.e. Síldarvinnslunni hf., Brimi hf. og Skinney-Þinganes hf.

Síldardiplómasía er gefin út í samvinnu Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði og Bókaútgáfunnar Hóla. Formála ritar Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins. Í formálanum vitnar Anita til orða Halldórs Kiljan Laxness sem snemma áttaði sig á vægi síldarinnar fyrir íslenskt samfélag. „Árið 1926 sagði hann: „ … síldin er, eins og menn vita, ímynd guðs almáttugs á þessu landi og ræðður örlögum manna, enda fagur fiskur, gerir menn ríka og fátæka, hyggna eða ringlaða, allt eftir duttlungum sínum. Það er þessi litfagra og dularfulla skepna úr hafinu sem stjórnar landinu …“