Jóhanna Gísladóttir GK, ísfisktogari Vísis í Grindavík, er í slippnum í Reykjavík þar sem verið er að botnhreinsa hana og mála. Þrjú ár eru liðin síðan hún var síðast snurfusuð og segir Kjartan Viðarsson útgerðarstjóri að verkinu ljúki núna í vikunni. Að því loknu heldur Jóhanna Gísladóttir beint á veiðar. Jóhanna Gísladóttir GK var smíðuð árið 1998 hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku.