Icelandic Group seldi skömmu fyrir jól fiskvinnslufyrirtækið Jeka Fish A/S í Lemvig á Vestur-Jótlandi í Danmörk. Kaupandinn er eignarhaldsfélag á vegum danska fjárfestingarsjóðsins Deltaq og tveggja Íslendinga og fyrrum eigenda, þeirra Halldórs Arnarsonar og Sighvats Bjarnasonar frá Vestmannaeyjum.
Halldór hefur verið framkvæmdastjóri Jeka Fish síðastliðin 7 ár eða allt frá því hann og Sighvatur eignuðust félagið upphaflega. Þeir seldu Jeka Fish til Icelandic Group árið 2006 en hafa nú keypt það til baka. Kaupverðið er 67 milljónir danskar krónur (1,6 milljarðar íslenskar krónur). Eignarhlutur Deltaq er 53% en félag í eigu Halldórs og Sighvats á 47%.
Jeka Fish sérhæfir sig í framleiðslu á söltuðum þorskflökum og er stærsti saltflakaframleiðandi í heimi. Veltan er um 200 milljónir króna danskar á ári (4,8 milljarðar íslenskar krónur). Um 100 manns starfa hjá fyrirtækinu.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.