Rússland hefur nú bæst í hóp þeirra landa sem sett hafa takmarkanir á innflutning sjávarfangs frá Japan af ótta við geislamengun frá Fukushima kjarnorkuverinu. Rússar hafa bannað innflutning á sjávarafurðum frá 246 fiskvinnslustöðvum í Japan af þessum sökum.

Indland, Bretland, Kína, Singapore og Hong Kong hafa hins vegar farið þá leið að banna ákveðinn innflutning á matvælum frá Japan. Þá er búist við að ríki Evrópusambandsins muni taka ákvörðun síðar í þessari viku um að herða takmarkanir sínar á innflutningi matvæla frá Japan af sömu ástæðu.

Stjórnvöld á Indlandi hafa kosið að fara þá leið að banna allan innflutning á matvælum frá Japan í þrjá mánuði meðan gengið er úr skugga um að geislamengun sé innan leyfilegra marka.

Sjávarútvegsvefurinn Fis.com skýrir frá þessu.