Þrjú hvalveiðiskip og eitt móðurskip eru lögð af stað frá Japan áleiðis í Suður-Íshafið til þess að taka þátt í hvalveiðum þar.

Veiðikvótinn er 935 hrefnur og 50 langreyðar. Vertíðin munu standa til loka marsmánaðar næstkomandi.

Sem fyrr hvílir leynd yfir brottför og ferðum hvalveiðiskipanna enda hafa umhverfissamtök eins og Greenpeace reynt að trufla veiðar þeirra eftir fremsta megni.