Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars er fólk mjög jákvætt í garð Hafrannsóknastofnunar og þekkir ágætlega til starfsemi hennar, að því er segir í frétt á vef Hafró.
Af alls 32 stofnunum í könnuninni var Hafrannsóknastofnun í 8. sæti þegar spurt var um jákvæðni í garð stofnunarinnar með 3,76 stig á kvarðanum 1 til 5. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar mörg undanfarin ár og mælist ánægja með stofnunina mjög stöðug. Einnig var kannað hve vel fólk þekkir til stofnunarinnar og alls þekkja 76,8 % í meðallagi, fremur vel eða mjög vel til hennar.