Vísir hf. í Grindavík hefur gengið frá kaupum á fjórðu Optim-Ice ísþykknivélinni frá Optimar KAPP og er búnaðurinn ásamt lagnakerfi nú þegar uppsettur um borð í línuskipinu Fjölni GK. Fyrir eru skipin Jóhanna Gísladóttir GK, Sighvatur GK og Páll Jónsson GK með Optim-Ice ísþykknivélar um borð.

„Ísþykknivélarnar ná að kæla aflann á hámarkshraða. Mikilvægt er að kæla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði. Það lengir geymsluþol og gæði hans verulega," segir Freyr Friðriksson, eigandi Optimar KAPP ehf, sem framleiðir OPTIM-ICE búnaðinn.