Mikið er um að vera í Frakklandi þessa dagana eins og alþjóð veit. Það er þó ekki bara fótbolti. Í París er þátttökuþjóðunum boðið að kynna land sitt á Evróputorginu í París meðan á mótinu stendur eða til 10. júlí nk. Þar er litla rauða ELDHÚSIÐ farið að þjóna sínum tilgangi í að kynna Ísland, íslenska menningu og matvæli fyrir almenningi og fjölmiðlafólki. Húsið hefur meðal annars verið notað til að kynna saltaðar þorskafurðir í Suður Evrópu, á Ítalíu, Spáni og í Portúgal.
Forsætisráðherra, menntamálaráðherra og Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra í París heimsóttu svæðið mánudaginn 20. júní þegar fjölbreytt dagskrá var í gangi til að kynna íslenska tónlist og íslenskan fisk.
Sjá nánar HÉR.