Nú innan örfárra daga munu íslenskir íþróttamenn etja kappi við fremstu íþróttamenn í heimi á Ólympíuleikunum í Ríó. Það er gleðilegt og megi okkar fólki vegna sem best.
Á Ólympíuleikum í London 2012 ákvað Ólympíunenfdin að allur fiskur úr veiðum á viltum fiski skildi vera vottaður samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar og umhverfisvænar fiskveiðar. Í London var það mest hokinhali frá Nýja Sjálandi sem var framreiddur. Sömu skuldbindingar voru á Samveldisleikunum í Glasgow 2014 en þá var MSC vottaður skoskur fiskur í öndvegi.
Nú á Ólympíuleikunum í Ríó verður fiskur sem framreiddur verður í mötuneytum fyrir íþróttafólkið, MSC vottaður ef fiskurinn á uppruna í veiðum á viltum fiski og ef fiskurinn kemur úr fiskeldi þá er hann vottaður samkvæmt staðli Aquaculture Stewardship Council (ASC).
Með þessu vill Ólympíunefndin undirstrika ábyrgð sína í samfélags og umhverfismálum. Við undirbúning að leikunum Ríó var haft í huga að matvæli skyldu keypt mest í Suður Ameríku og átti það einnig við um sjávarafurðir. Þorskur frá Íslandi og ufsi frá Alaska eru einnig keypt inn, enda mjög þekktar afurðir í Brasilíu.
Frá Íslandi kemur saltaður þorskur frá sjávarútvegsyfirtækinu Vísi hf í Grindavík. MSC og Vísir unnu saman að kynningarefni um þetta og má nálgast hér: http://iceland-olympic-fishing-stories.msc.org/