Prýðisgóð veiði hefur verið á úthafskarfanum frá því að íslensku skipin hófu veiðar snemma í þessum mánuði, að því fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Svo til allan tímann hafa Íslendingarnir geta verið að veiðum einir og sér í næði innan íslensku lögsögumarkanna eða þar til fyrir 5-6 dögum að karfinn gekk vestur á bóginn og út úr landhelginni.

Um tíu íslenskir togarar hafa verið á úthafskarfaveiðum að undanförnu og 25-30 erlendir togarar. Núna eftir að karfinn breytti um stefnu verða íslensku skipin að fara í röð ásamt erlendu skipunum í átt að þeim tveimur til þremur karfablettum utan við lögsögumörkin sem veitt er úr.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.