Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, með stuðningi matvælaráðuneytisins og Kópavogsbæjar, voru veitt í gærkvöldi í níunda skipti, að loknum fyrsta degi IceFish 2024. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999.
Verðlaunin eru veitt fyrir árangur í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og byltingarkenndar vörur, að því er segir í fréttatilkynningu frá sýningarhöldurum.
Viðburðurinn að þessu sinni hófst með því að merkum tímamótum var fagnað, þ.e. 40 árum frá því að fyrsta sýningin var haldin í Laugardalshöll árið 1984. Sérstök viðurkenning var veitt fyrirtækjum sem hafa tekið þátt í IceFish frá upphafi. Þetta eru fyrirtækin Atlas, Baader, Borgarplast, Friðrik A. Jónsson ehf. Marel, Danish Export Association. Eimskip, Fiskifréttir, Hampiðjan, Olís, Héðinn, Sæplast, Slippurinn, DNG, Style Technology og Scanmar.
Dómnefnd undir forystu Jason Holland, ritstjóra World Fishing & Aquaculture, valdi vinningshafa. Færeyska fyrirtækið Vonin er styrktaraðili verðlaunanna.
Vinningshafar níundu Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna eru:
Besta nýja varan:
Hampiðjan hf.
Besti einstaki bás undir 50 m²:
Raftákn ehf.
Besti einstaki bás yfir 50 m²:
TM.
Besti þjóðar-, svæðis- eða hópbás:
Danmörk.
Framúrskarandi íslenskur skipstjóri:
Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri á Reval Viking.
Framúrskarandi árangur á Íslandi:
Einhamar, Grindavík.
Framúrskarandi vinnslufyrirtæki í Evrópu:
Íslenskt sjávarfang ehf.
Skilvirkni í sjávarútvegi og fiskeldi, fyrirtæki með undir 50 starfsmenn:
GreenFish.
Skilvirkni í sjávarútvegi og fiskeldi, fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn:
Brunvoll AS.
Verðmætasköpun í vinnslugeiranum, fyrirtæki með undir 50 starfsmenn:
Klaki Tech.
Verðmætasköpun í vinnslugeiranum, fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn:
Marel.
Snjallverðlaun fyrir nýsköpun í vinnslu úr aukaafurðum:
Ace Aquatec.
Framúrskarandi alhliða birgir:
Samherji.