Íslenskt sjávarfang ehf. á Þingeyri fær aflaheimildir Byggðastofnunar á Þingeyri en á síðasta stjórnarfundi stofnunarinnar var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið. Um er að ræða allt að 400 þorskígildistonna aflaheimildir sem eiga að styrkja atvinnu og byggð á Þingeyri. Auk Íslensks sjávarfangs ehf. sótti Útgerðarfélagið Otur um aflaheimildirnar.

Íslenskt sjávarfang rekur fiskvinnslu í Kópavogi þar sem unnið er úr 7 til 9 þúsund tonnum af fiski á ári. Rúmlega 100 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Þetta kemur fram á vefnum bb.is . Þar segir ennfremur að ekki sé búið að taka ákvörðun um samstarfsaðila Byggðastofnunar um Flateyrarkvótann, en Íslenskt sjávarfang sótti líka um hann.