Fiskistofu hefur borist tilkynning frá norskum stjórnvöldum um að íslensk skip hafi veitt upp aflamark Íslands í norsk-íslenskri síld í norskri lögsögu á árinu 2008.
Alls var aflamarkið 40.986 lestir.
Þar með er norsk lögsaga lokuð fyrir frekari síldveiðum íslenskra skipa á þessu ári.
Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.