Íslenska sjávarútvegssýningin, hin tíunda í röðinni, verður opnuð í Smáranum í Kópavogi í fyrramálið. Sýningarsvæðið er 13.000 fermetrar að flatarmáli auk útirýmis. Sýningin er álíka stór og síðasta sýning sem haldin var árið 2008, en þessi sýning hefur verið haldin á þriggja ára fresti allt frá árinu 1984.
Íslenska sjávarútvegssýningin er jafnan mjög fjölsótt þótt um fagsýningu sé að ræða. Síðast voru gestir á þrettánda þúsund talsins.
Sýningin stendur í þrjá daga. Hún er opin frá klukkan 10-18 á fimmtudag og föstudag en frá 10-16 á laugardag.