Íslenska sjávarútvegssýningin 2014 verður sett í Smáranum í Kópavogi núna klukkan 10 árdegis. Rétt 30 ár eru liðin frá því að fyrsta sýningin var haldin en þetta er 11. sýningin í röðinni.

Flatarmál sýningarinnar er 13.000 fermetrar, tvær stórar sýningarhallir og útisvæði, auk ráðstefnusala og fundarherbergja. Sýnendur eru alls um 500 og sýningarbásar 250 og hafa aldrei verið fleiri. Gestir á síðustu sjávarútvegssýningu voru rúmlega 13.500 talsins frá 52 löndum.

Í tengslum við sýninguna verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin afhent í mörgum flokkum. Auk þess verða haldnar þrjár ráðstefnur, ein um fullnýtingu sjávarafurða, önnur um samstarf og deilumál í sjávarútvegi og sú þriðja um strandveiðar og strandsamfélög við N-Atlantshaf.

Sýningin verður opin í dag og á morgun frá klukkan 10-18 og á laugardag frá 10-16, en þá lýkur henni.