Snjallsiglingartæknin IMAS frá íslenska hátæknifyrirtækinu Hefring Marine verða tekin í notkun í öllum sjóbjörgunarskipum norska sjóbjörgunarfélagsins, Redningsselskabet.

„Við erum gríðarlega stolt af samstarfi okkar við Redningsselskapet og það að IMAS verði tekið í notkun í öllum flota norskra sjóbjörgunarskipa. Þetta markar mikilvæg tímamót í samstarfi okkar," sagði Karl Birgir Björnsson, forstjóri Hefring Marine.

Redningsselskapet, stærstu sjálfboðaliða sjóbjörgunarsamtök Noregs, gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja siglingaöryggi um í Noregi. Með því að útbúa skip sín með IMAS tryggja samtökin að flotastjórar og áhafnir hafi aðgang að fullkomnustu tækni sem völ er á, sem gerir viðbrögð öruggari við krefjandi aðstæður, eykur getu til greiningar og stuðlar að skilvirkari rekstri.